Helga Margrét ráðin yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi

Helga Margrét Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirhjúkrunarfræðings svæðis á Blönduósi. Helga útskrifaðist sem sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2014 og sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum á Akureyri 2019.

Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að Helga Margrét muni í vor ljúka mastersnámi í heilbrigðisvísindum frá háskólanum á Akureyri með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu.

„Helga hefur m.a. sinnt störfum á öldrunarheimilum, í heilsugæslu og á barnadeild. Þá hefur hún verið mjög virk í félags- og nefndarstörfum sem og sjálfboðaliðastörfum innanlands sem erlendis,“ segir í frétt HSN.

Helga mun hefja störf 1. febrúar 2022.

Fleiri fréttir