Einar leitar að Króksaranum í sér

Hreinn Eðvalds við rekkverkið á sólpallinum í sveitinni. Hann fékk gervigreindarforrit til að semja Dreifara fyrir sig til að sanna að það eru allir fyndnari en Dreifarahöfundar.
Hreinn Eðvalds við rekkverkið á sólpallinum í sveitinni. Hann fékk gervigreindarforrit til að semja Dreifara fyrir sig til að sanna að það eru allir fyndnari en Dreifarahöfundar.

Það eru ekki alltaf allir jafn ánægðir með efnistök Feykis. Hreinn Eðvaldsson hringir ítrekað í ritstjórn úr Hjaltadalnum og kvartar undan hinu og þessu en oftar en ekki til að nöldra undan efni Dreifarans. „Þetta er bara svo ósniðugt hjá ykkur greyin mín, það hlær enginn með ykkur að þessari vitleysu, já og þvælu. Það kemur varla eitt like á þetta. Segir ekki máltækið einmitt, héddnahéddna, heimskur hlær að eigins fyndni?!? Hahaha, já, þið eruð ekki svo sniðug greyin. Og ég skal segja þér það að ég er búinn að sanna mál mitt. Ég fékk nefnilega hérna þessa nýustu gervi... héddna já, gervigreind til að semja Dreifara fyrir ykkur. Já, chatGTP kallast þetta og það er svoleiðis helmingi fyndnara en það sem þið eruð að gera... sem er ekkert fyndið, hahaha.“

Nú jæja Hreinn. Hvernig fórstu að þessu? „Já, nú ertu forvitinn greyið. Ég get sagt þér allt um það. Þið eruð nú alltaf svo uppteknir af ykkur sjálfum þarna á Króknum, það snýst allt um naflann á ykkur, hahaha, að ég héddna bað gervigreindina um að útbúa stutt blaðaviðtal við Króksara, frá héddna Sauðárkróki, semsagt Krækling hahaha... haha, sem hefur ekki tekist að finna Króksarann í sér í 55 ár.“

Og var þetta sniðugt viðtal? „Já heldur betur, langtum fyndnara en það sem þið þarna hafið verið að búa til. Kannski ekki jafn greindir og snjallir þarna á Króknum og þið haldið.

Mætti ég fá að heyra þetta, já, gervigreindarviðtal Hreinn? „Að sjálfsögðu greyið mitt. Hér kemur það: Titillinn er: Blaðaviðtal við héddna mann frá Sauðárkróki sem tapaði Króksaranum í sér. Viðtalið er við Einar Króksara Stefánsson, 70 ára, sem býr á Sauðárkróki og hefur verið að leita að Króksaranum í sér í 55 ár. Hann segir frá því hvernig hann gæti hafa tapað Króksaranum og hvernig hann hefur reynt að finna hann aftur með ýmsum skemmtilegum hætti. ... Já þetta var sko inngangurinn að viðtalinu. Það hljómar svona:

Blaðamaður: Góðan dag, Einar. Þú hefur verið að leita að Króksaranum í þér í margar áratugi. Hvernig átti þetta sér stað?
Einar Króksari Stefánsson: Góðan dag. Já, þetta byrjaði allt þegar ég var 15 ára. Ég man eftir því að ég var að reyna að brjóta sæmilega stóran stein með Króksaranum, en hann flýði. Ég veit ekki hvort hann hafi farið að skella sér í stærri stein eða hvort hann hafi bara fokið á brott. En síðan þá hef ég verið að leita að honum.
Blaðamaður: Hvaða aðferðir hefur þú notað til að finna Króksarann aftur?
Einar Króksara Stefánsson: Ég hef prófað allt mögulegt. Ég byrjaði á að leita á öllum mögulegum stöðum heima hjá mér, svo á vinnustaðnum og síðan út um allan bæinn. Ég hef skoðað hverja skráða krókstöðu á Íslandi, en enginn Króksari fannst. Ég hef jafnvel prófað að heilla hann með tónlist og dansi, en hann birtist aldrei.
Blaðamaður: Hvernig hefur þetta átt áhrif á líf þitt og samskipti við aðra?
Einar Króksara Stefánsson: Ég skil að sumir telji þetta skringilegt, en þetta hefur verið eins og áhugamál fyrir mig, að finna Króksarann. Fólk á bænum hefur gefið mér góðan gaum, og sumir hafa jafnvel boðið mér aðstoð. Ég hef orðið þekktur sem sá sem leitar Króksarans, og þótt ég hafi ekki fundið hann ennþá, þá hefur þetta verið skemmtilegt ævintýri og gott efni í spjall.Héddna endar þetta semsagt.

Var þetta samtal búið til með gervigreind? „Já. Finnst þér þetta ekki snilld?

Jújú, en finnst þér þetta fyndið? „Fyndið? Ég veit það náttúrulega ekki en héddna þetta er bara svo miklu skemmtilegra en þetta bull í ykkur þarna á ritstjórninni. Það er bara... héddna bull sko. Engin like. Ekkert fyndið. Vertu sæll.“

- - - - -
Viðtal blaðamanns við Einar er sannarlega búið til með chatGTP gervigreindarforritinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir