52 sóttu til Menningarráðs Norðurlands vestra

Alls bárust um 52 umsóknir þar sem beðið var um tæpar 50 milljónir í styrki er Menningarráð Norðurlands vestra auglýsiti eftir umsóknum um verkefnastyrki. Ný stjórn menningarráðs var kjörin á þingi SSNV á dögunum og hefur hún enn ekki komið saman.

Menningarráð skipa nú til tveggja ára, Adolf H. Berndsen, Skagaströnd, Bjarni Þórisson, Skagafirði, Guðrún Helgadóttir, Skagafirði, Pétur Jónsson, Húnaþingi vestra. Þá á eftir að skipta 5. fulltrúa ráðsins sem skipaður er í stjórn SSNV.  

Menningarráðið mun funda á næstunni um umsóknirnar og má gera ráð fyrir að  svör berist umsækjendum fyrir 10. október.

Fleiri fréttir