Jólatónleikar í Hóladómkirkju
Föstudaginn 19.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Hóladómkirkju, tónleikarnir hefjast kl.20. Á dagskrá eru gömul og góð jólalög í bland við nýrri, m.a. verður nýtt fallegt jólalag frumflutt sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli kórsins, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir okkar ástæla skáld Sigurð Hansen í Kringlumýri Skagafirði.
Á tónleikunum koma fram nokkrir nemendur Helgu Rósar Indriðadóttur og syngja nokkur lög með okkur, einsöngvari á tónleikunum verður Jóel Agnarsson, Eyþór Franzson Wechner leikur undir á píanó og orgel og Katrín Karlinna Sigmundsdóttir leikur á flautu. Séra Gísli Gunnarsson mun lesa jólasögu. Stjórnandi kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem munu renna til Engla Skagafjarðar. Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur fallega og góða aðventukvöldstund.
