5,7 milljónir til safna á Norðurlandi vestra
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði alls 114.770.000 kr. að fenginni umsögn safnaráðs. Hlutu söfn á Norðurlandi vestra styrki sem nema 5.750.000 kr. Alls voru veittir 88 verkefnastyrkir að heildarupphæð 90.620.000 kr. og voru þeir á bilinu 200.000 kr. upp í 3,0 milljónir króna hver. Einnig fengu 35 viðurkennd söfn rekstrarstyrki sem námu frá 600.000 kr. til 900.000 kr. en alls var 24.150.000 kr. úthlutað í rekstrarstyrki fyrir árið 2018.
Á heimasíðu safnaráðs segir að hlutverk safnasjóðs sé, samkvæmt safnalögum, að styrkja starfsemi safna sem undir lögin falla. Í þeim tilgangi geti sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis og önnur verkefni. Er sjóðnum jafnframt heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf, m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær.
Eftirtaldir styrkir komu í hlut safna á Norðurlandi vestra:
Verkefnastyrkir:
Byggðasafn Skagfirðinga: Samstarf viðurkenndra safna á Norðvesturlandi 300.000
Afmælismálþing 500.000
Ljósmyndun safnmuna og myndskráning á Sarp 1.500.000
Heimilisiðnaðarsafnið: Varðveisla safnmuna 300.000
Ljósmyndun 500.000
Styrkjandi forvarsla 500.000
Rekstrarstyrkir:
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna 700.000
Byggðasafn Skagfirðinga 850.000
Heimilisiðnaðarsafnið 600.000
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.