Áform um hótelbyggingu á Hólanessvæðinu

Rauða húsið efst á myndinni er fyrirhuguð hótelbygging á svokölluðu Hólanessvæði á Skagaströnd. Mynd: Pro Ark Teiknistofa.
Rauða húsið efst á myndinni er fyrirhuguð hótelbygging á svokölluðu Hólanessvæði á Skagaströnd. Mynd: Pro Ark Teiknistofa.

Félagið Hólanes ehf. hefur uppi áform um byggingu Hótels við Fjörubraut 6 á Skagaströnd. Að sögn Adolfs H. Berndsen, stjórnarformanns í félaginu, er málið í farvegi og m.a. verið að leggja lokahönd á viðskiptaáætlun.

Á sveitarstjórnarfundi á Skagaströnd í byrjun marsmánaðar voru kynnt frumdrög að teikningu hótels sem teiknað er á lóð Fjörubrautar 6 á Skagaströnd. Um er að ræða lóð á svokölluðu Hólanessvæði, þar sem nú stendur m.a. áhaldahús sveitarfélagsins, við hliðina á Nes listamiðstöð. Nánar er fjallað um þetta á forsíðu 17. tölublaðs Feykis sem kom út á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir