Ágætisveður á Norðurlandi um helgina
Íslendingar eru þekktir fyrir að elta veðrið en um helgina lítur allt út fyrir að íbúar á Norðurlandi vestra ættu bara að halda sig heima. Veðurspáin fyrir Norðurland lítur vel, að minnsta kosti eins og staðan er núna.
Í dag: Gengur í suðaustan 5-10 m/s með rigningu S- og V-lands, annars hægari, skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis. Dregur úr vindi annað kvöld og styttir upp V-til. Hiti 9 til 18 stig að deginum, hlýjast N- og A-lands.
Á morgun: Hægviðri og skýjað að mestu, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Skúrir á stöku stað, einkum inn til landsins síðdegis. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast S- og V-lands.
Á sunnudag: Austlæg átt, víða 5-10 m/s og skýjað með köflum og stöku skúrir, en heldur hvassara allra syðst síðdegis og dálítil rigning um tíma. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðaustlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað með köflum og þurrt að kalla og áfram fremur hlýtt í veðri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.