Allir íslensku ökumennirnir meðvitaðir um hækkun sektanna
Í gær tóku gildi umtalsverðar hækkanir sekta vegna umferðarlagabrota. Engu að síður hafði lögreglan á Norðurlandi vestra í nógu að snúast og í gær voru 32 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það veki athygli að allir íslensku ökumennirnir sem stöðvaðir voru hafi verið meðvitaðir um hækkun sektanna og sé það umhugsunarvert.
Einn þeirra erlendu ökumanna sem stöðvaðir voru ók á 137 km hraða á klukkustund. Í aftursæti bifreiðarinnar voru fjögur börn. Bifreiðin var í eigu bílaleigu og reyndist við nánari athugun ótryggð. „Voru skráningarnúmer bifreiðarinnar klippt/tekin af henni og fólkinu komið í húsaskjól hvar þau voru í sambandi við bílaleiguna frekar óhress,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaður þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt samkvæmt nýju reglugerðinni.
Nýju reglugerðina má nálgast hér:
https://www.samgongustofa.is/…/log-og-reg…/B_nr_288_2018.pdf
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.