Áramótabrennur og flugeldasýningar

Bálkösturinn er tilbúinn á Móhól við Hofsós. Mynd: Rakel Árnadóttir.
Bálkösturinn er tilbúinn á Móhól við Hofsós. Mynd: Rakel Árnadóttir.

Nú styttist í áramótin og að vanda verður árið kvatt með brennum og skoteldum. Hér um slóðir eru það björgunarsveitirnar sem hafa umsjón með þessum viðburðum og hefur Feykir upplýsingar um eftirtaldar brennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra:

Á Hvammstanga verður kveikt í brennu við Höfða klukkan 21:00 og þar á eftir verður flugeldasýning í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra. Það er Björgunarsveitin Húnar sem hefur umsjón með áramótabrennu og flugeldasýningu.

Áramótabrenna og flugeldasýning á Blönduósi eru á vegum Björgunarfélagsins Blöndu. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Þar er verið er að safna styrktaraðilum að flugeldasýningunni til að hún verði glæsileg og unnt er.

Á Skagaströnd standa Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram fyrir blysför, brennu og flugeldasýningu á gamlárskvöld. Brennan verður staðsett við Snorraberg og blysförin er farin frá Fellsborg en þaðan verður lagt af stað klukkan 20:30 og kveikt í brennunni um klukkan 20:45. Þá verður boðið upp á glæsilega flugeldasýningu sem styrkt er af fyrirtækjum bæjarins.

Kveikt verður í öllum brennum í Skagafirði klukkan 20:30. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sér um flugeldasýningu og brennu sem verður við afleggjarann upp í Efri-Byggð. Á Sauðárkróki er brennan norðan við hús Vegagerðarinnar og þar er það Skagfirðingasveit sem hefur umsjón með málum, brennan á Hólum verður sunnan við Víðines þar sem Björgunarsveitin Grettir annast flugeldasýningu og á Hofsósi sér Björgunarsveitin Grettir um  flugeldasýningu og brennu á Móhól ofan við þorpið. Á þessum stöðum hefjast flugeldasýningar klukkan 21:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir