Áshús opið alla sunnudaga til jóla
Áshús verður opið almenningi alla sunnudaga fram að jólum frá klukkan 12 til 17. Áskaffi er opið á sama tíma.Einnig er hægt að fá að skoða gamla bæinn í Glaumbæ og sýningarnar í Minjahúsinu á skrifstofutíma flesta daga fram að áramótum.
Á sýningu í Áshúsinu er fjallað um heimilisbúnað,300 ára kaffisögu,þjóðbúninga og útskorna nytjahluti.
Megin uppistaða sýningarinnar eru munir úr búi Moniku Helgadóttur, átta barna móður og bónda á Merkigili. Varpað er ljósi á umhverfi og innanstokksmuni á bændabýlum um miðja 20. öld um leið og sögð er saga atorkukonu og húsmóður á umbyltingatímum þar sem nýtni og útsjónarsemi skipti megin máli. Í bland eru munir úr eldri búum, nýir og heimasmíðaðir.
