Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar styrkjum

Vatnsnes. Mynd: Nat.is
Vatnsnes. Mynd: Nat.is

Nýlega var úthlutað styrkjum úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Fjárhæðin, sem nam tveimur milljónum króna, skiptist milli þriggja verkefna en alls bárust fjórar styrkumsóknir.

Hæsta styrkinn, eina milljón króna, hlaut Gerður Rósa Sigurðardóttir vegna verkefnisins Skrúðvangur gróðurhús. Guðmundur Haukur Sigurðsson fékk sjöhundruð þúsund krónur vegna verkefnisins „Húnaþing vestra, viðkomustaður allt árið,“ og Ferðamálafélag Húnaþings vestra fékk þrjúhundruð þúsund krónur vegna verkefnisins „App fyrir Vatnsnes og nágrenni“.

Fleiri fréttir