Barið í brestina Sæluvikuleikritið 2015
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
07.02.2015
kl. 19.21
Stefnt er á að Sæluvikuleikritið 2015 verði Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Á vef Leikfélags Sauðárkróks segir að startfundur verði á Kaffi Krók mánudagskvöldið 9. febrúar kl. 20:00.
„Þeir sem vilja leika, smíða, mála, hvísla, selja miða, vinna við ljós og hljóð, búninga og leikmuni eru hvattir til að mæta,“ segir á vefnum.
16 ára aldurstakmark.