Beikon steikt á þægilegan hátt

Í stað þess að steikja beikon á pönnu með öllum þeim sóðaskap sem því fylgir, er hægt að steikja beikonið í örbylgjuofni. Þetta er gert þannig að beikonið er lagt á bökunarpappír, sneið fyrir sneið, og pappírinn svo brotinn saman þannig að beikonið er lokað inni í pappírnum.

Það má segja að útbúið sé umslag úr bökunarpappírnum. Umslagið er því næst sett í örbylgjuofninn á mesta styrk. Tíminn sem tekur að steikja beikonið fer eftir styrk ofnsins og magn beikonsins þess vegna er best að fylgjast með og þegar það byrja að heyrast smellir úr ofninum, ætti beikonið að vera steikt. Það er þá tekið út og feitinni er einfaldlega helt af beikoninu. Ágætt er að þerra beikonið með eldhússpappír að auki. til að fá stökkt beikon er því leyft að vera lengur í ofninum, eða þar til smellirinir eru að deyja út, svipað og þegar poppað er í örbylgjuofni.

Það var Þorsteinn Broddason á Sauðárkróki sem sendi okkur þetta góða ráð.

Fleiri fréttir