Benedikt S. Lafleur í stórri skyggnikeppni í Kiev

Fjöllistamaðurinn Benedikt S. Lafleur á Sauðárkróki fór til Kænugarðs í Úkraínu í byrjun júlí til að taka þátt í einni stærstu skyggnikeppni sem haldin er í veröldinni. Benedikt bjóst við að vera í viku en er enn að. Hann segist vera bundinn þagnarskyldu um keppnina, úrslit hennar og svo framvegis, en fyrsta sjónvarpsútsending hefst 6. október. Þá kemur í ljós hverjir komust áfram af u.þ.b. 150 þátttakendum sem hófu keppnina og spurning hvort Benedikt verði fyrstur Íslendinga í úrslit stærstu skyggnikeppni heims.

Þátttakendur voru sérstaklega valdir víða að úr heiminum sem enduðu í 12 manna úrslitum og voru þrjár áskoranir í hverjum þætti og segir Benedikt að þetta hafi verið býsna margar tökur. Síðan halda þættirnir áfram til jóla en einn dettur út í hverri viku.

Benedikt segist vera farinn að læra rússnesku en hann er þó ekki eini Íslendingurinn á svæðinu. Margeir Pétursson stórmeistari rekur banka í Lviev og hefur hann verið honum hjálplegur með gagnlegar ábendingar og móralskan stuðning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir