Boðið í vöfflukaffi á vinadegi

Í þessari viku hafa nemendur og starfsfólk Grunnskólans austan Vatna haldið sína árlegu vinaviku. Nemendur hafa gert ýmis skemmtileg verkefni og fóru m.a. í fyrradag með boðskort til íbúa í nágrenninu og buðu í vöfflukaffi sem haldið verður í dag, föstudaginn 8.nóvember, kl 11:00.

Á undan vöfflukaffinu verður farið í skrúðgöngu um staðinn og sungin skemmtileg lög. Allir eru hjartanlega velkomnir í Grunnskólann.

Fleiri fréttir