Bókarkynnng á Bókasafni Húnaþings vestra
Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynnir nýútkomna bók sína,Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799–1865, á Bókasafni Húnaþings vestra í dag kl. 17:00.
Í bókinni er uppskrifað handriti af gjörðabók sáttanefndar í Miðfjarðarsáttaumdæmi, en það náði frá Staðarhreppi í Hrútafirði, um alla Miðfjarðardali og út á Vatnsnes. Þar má meðal annars lesa um vinnuhjú sem strjúka úr vist sinni vegna sultar og illrar meðferðar, nágranna sem kíta um jarðamörk og hvalreka og jarðeiganda sem kallar leiguliða sinn ambátt og hlýtur svívirðing fyrir. Einnig er ítarlegur inngangskafli sem fjallar um stofnun sáttanefnda í ríkjum Danakonungs og störf sáttanefnda hér á landi. Bókin veitir einstaka innsýn í líf og kjör almennings í Húnaþingi á fyrri hluta 19. aldar og er kjörin í jólapakka alls söguáhugafólks.