Bókasafn Húnaþings vestra komið með aðgang að Rafbókasafninu
Bókasafn Húnaþings vestra hefur nú hafið útlán á raf- og hljóðbókum í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Notendur bókasafnsins geta nú nálgast fjölda hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Enn sem komið er er meginhluti efnisins á ensku, en stefnt er að því að fá meira íslenskt efni inn sem fyrst.
Til að nálgast efni af Rafbókasafninu þarf að vera skráður notandi á bókasafninu og fá notendanúmer og lykilorð til að nota á heimasíðu safnsins. Hægt verður að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.
Þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna og er gjaldfrjáls fyrir skráða notendur á bókasafni Húnaþings vestra. Slóðin að Rafbókasafninu er rafbokasafnid.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.