Breytingar á rekstri íþróttamiðstöðvar
Byggðaráð Húnaþings vestra hefur sent til umsagnar menningar- og tómstundaráðs tillögur um breytingar á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga. Oddur Sigurðsson, óskaði á fundi byggðaráðs bókað að hann óskaði eftir nánari upplýsingum auk þess að bókað yrði hver heildarkostnaður R3 ráðgjafar hafi verið vegna þessarar úttektar og framhaldsathugunar.
Tillögur Byggðaráðs eru eftirfarandi:
* Tvö árstíðartímabil verði á opnun Íþróttamiðstöðvar í stað þriggja eins og nú er, þ.e. vetrartími frá 1. september til 15. maí og sumartími hina mánuði ársins og opnunartími þessi tímabil verði sá sami og verið hefur.
* Helgarvaktir yfir sumartímann verði tvískiptar þannig að fyrri vaktin standi frá kl. 09:45 til 16:00 og sú síðari frá kl. 13:00 til 22:00. Yfir mesta annatíma sumarsins er forstöðumanni þó heimilt að skipuleggja vaktir þannig að tvöföld vakt sé allan daginn.
* Einn starfsmaður verði á helgarvakt yfir vetrartímann.
* Á virkum dögum yfir vetrartímann verður seinni vakt tvískipt þannig að fyrri starfsmaður hefji vakt kl. 15:00 til 23:00 en sá seinni hefji vakt sína kl. 19:00 og henni ljúki kl. 23:00