Brotist inn í fyrirtæki, sumarhús, heimili og bíla

Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Mynd: Facebooksíða Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft í nógu að snúast það sem af er sumri og hafa fjölmargir ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Í fyrradag tókst svo lögreglunni að hafa hendur í hári þremenninga sem farið höfðu með ránshendi um héraðið og brotist inn í að minnsta kosti sjö fyrirtæki, sumarhús og heimili ásamt því að stela í það minnsta fjórum bifreiðum. Í einhverjum tilvikanna stóðu lyklarnir í kveikjulásnum þannig að verknaðurinn hefur verið nokkkuð auðveldur fyrir afbrotamennina. Frá þessu er sagt á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Þá vill Lögreglan á Norðurlandi vestra koma þeim góðu ráðum til fólks sem er á faraldsfæti að gefa sér góðan tíma til ferðalaga þar sem gera megi ráð fyrir miklum umferðarþunga á vegum landsins. Einnig er því beint til þeirra sem hyggja á ferðalög að ganga vel frá híbýlum sínum og læsa bílum og húsum þannig að óboðnir gestir eigi ekki greiðan aðgang að þeim.

Fleiri fréttir