Búast má við truflunum á rennsli heita vatnsins á Víðigrund
feykir.is
Skagafjörður
04.06.2013
kl. 11.18
Truflanir verða á heita vatnsrennsli á Víðigrund, Grundarstíg og Hegrabraut eftir hádegi í dag. Bilun er í lögn á mótum Víðigrundar og Hegrabrautar. Viðgerð stendur yfir og búast má við truflunum á rennsli heita vatnsins eftir kl. 13 í dag og fram eftir degi. Velvirðingar er beðist á óþægindum sem þetta kann að valda.
