Búðin sýnd á RÚV á morgun

Heimildarmyndin Búðin, sem fjallar um Bjarna Haraldsson, kaupmann í Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, verður sýnd á RÚV annað kvöld klukkan 21:05. Myndin er eftir Árna Gunnarsson kvikmyndagerðarmann hjá Skottu á Sauðárkróki.

„Bjarni og búðin eru með síðustu minnisvörðum á Íslandi um hverfandi verslunar- og viðskiptahætti,“ segir í dagskrárkynningu á vef RÚV. Myndin er textuð á síðu 888 í textavarpi. Hún verður einnig aðgengileg á Sarpinum eftir að sýningu hennar lýkur annað kvöld.

Myndin hefur vakið athygli víðar en á Íslandi frá því hún var frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni í september 2013. Síðan hefur hún verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kanda, Noregi, Þýskalandi og Íslandi og óskað eftir henni í Bandaríkjunum og víðar.

Fleiri fréttir