Ellefu sóttu um stöðu sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra
Ellefu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá Húnaþingi vestra en starfið var auglýst laust til umsóknar með fresti til 22. janúar sl. Einn dró umsókn sína til baka. Í starfi sviðsstjóra felst að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita. Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu.
Nú er unnið við að fara yfir umsóknir og taka viðtöl við umsækjendur.
Umsækjendur um stöðuna voru:
Hans Benjamínsson, MBA, Kópavogi.
Haraldur Arason, 1. stig vélstjóra/skipstjóra, Húnaþingi vestra.
Joaquim Vilela, umhverfisverkfræðingur, Reykjavík.
Lía Pitti, umhverfisfræðingur, Reykjavík.
Lúðvík Friðrik Ægisson, BSc véla- og orkufræði, Húnaþingi vestra.
Narahaim Gonzáles, hagfræðingur, Reykjavík.
Oddur Sigurðarson, viðskiptafræðingur, Húnaþingi vestra.
Ófeigur Fanndal Birkisson, MSc vélaverkfræði, Kópavogi.
Páll Breiðfjörð Pálsson, MSc vélaverkfræði, Kópavogi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, verkefnastjóri, Reykjanesbæ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.