Ný stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hélt aðalfund í gær og segir í tilkynningu á Facebook-síðu sveitarinnar að góð mæting hafi verið á fundinn og félagar sammála um að reksturinn gangi vel og tækifæri séu fyrir sveitina til að halda áfram að vaxa og dafna.
Á fundinum var ný stjórn kjörin og var Einar Ólason kosinn formaður en með honum í stjórn eru Þorsteinn Guðmundsson, Skarphéðinn Kristinn, Gestur Már og Þorbjörg Jóna. Varamenn eru Tobías Freyr og Guðmundur Guðmundsson.
Fram kemur í tilkynningunni að félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð hlakki mikið til að takast á við komandi verkefni.