Er reykskynjarinn í lagi?

Til eru reykskynjarar í ýmiss konar útfærslu. Mynd: Reykskynjari.is
Til eru reykskynjarar í ýmiss konar útfærslu. Mynd: Reykskynjari.is

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember. Dagurinn er notaður til að hvetja fólk til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Einnig er upplagt að nota daginn til að huga að öðrum eldvörnum á heimilinu.

Eldvarnabandalagið mælir með því að á hverju heimili séu tveir eða fleiri reykskynjarar og best sé að hafa reykskynjara í öllum rýmum. "Á heimasíðu Eldvarnabandalgsins segir um reykskynjara: "Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu. Reykskynjara þarf að prófa fjórum sinnum á ári. Til dæmis 1. desember, um páska, þegar komið er úr sumarleyfi og þegar skólar hefjast á haustin. Styðjið fingri á prófunarhnappinn þar til viðvörunarmerki heyrist. Gott er að leyfa heimilisfólkinu að heyra hljóðið í skynjaranum. Prófið reykskynjara alltaf þegar komið er í sumarhús, einkum ef það hefur staðið autt um hríð."

Góð regla er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum og er þá ágætt að ætla sér einhvern ákveðinn dag til þess, til dæmis 1. desember. Að vísu eru nú Úr Handbók um eldvarnir heimilisins.komnir á markaðinn reykskynjarar sem geta virkað í tíu ár án þess að skipt sé um rafhlöðu. Líftími reykskynjara er áætlaður um það bil tíu ár.

Á heimasíðu eldvarnabandalagsins má finna margvíslegan fróðleik um eldvarnir, þar á meðal Handbók um eldvarnir heimilisins sem allir ættu að kynna sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir