Er styrkur í þér?

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu SSNV með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk.

 Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra veitir styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrki til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstarfs.

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra veitir styrki til nýsköpunar og atvinnuþróunar fyrir 35 ára og yngri

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir