Fjölbreyttar bækur til sölu hjá túrí
Bókaútgáfan túrí ehf á Laugarbakka gefur út fyrir þessi jól bókina Ár og kýr sem Jón Eiríksson á Búrfelli lét gera upp úr sínum frægu 365 kúamyndum sem hann málaði árið 2003. Einnig er túrí að selja aðrar bækur s.s. Leitin að Engli Dauðans eftir Jóhann Fönix, spennusaga sem gerist í framtíðinni. Sú bók kom út í fyrra.
Í Jólablaði Feykis sagði að heimasíða útgáfunnar hafi legið niðri vegna bilunar í 1984 netþjóni, en nú er hún komi í lag og hægt að fræðast nánar um bækurnar sem túrí gefur út og selur. Auk þess að kynna sér efnið á heimasíðunni verður hægt að nálgast bækurnar á jólamarkaði Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps í Árgarði, næstkomandi laugardag.
Útgáfan túrí ehf var stofnuð árið 2003 með það að markmiði að birta og dreifa efni um Ísland og/eða íslenskar skáldsögur og annað efni eftir íslenska listamenn. Hægt er að skoða heimasíðu fyrirtækisins HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.