Fjölmenningardagar á Ársölum - FeykirTV

Nú eru Fjölmenningardagar í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki en þeir hófust á bóndadaginn, þann 23. janúar, með íslensku þorrablóti. Í síðustu viku leit FeykirTV inn á vinastund, sem fer fram á hverjum föstudegi en var að þessu sinni var helgaður Fjölmenningardögum, þá tekur Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri lagið með nemendum skólans.

Með þorrablótinu eru fjölmenningardagarnir 14 talsins og eru tileinkaðir þeim löndum sem börnin í Ársölum eiga uppruna sinn í. Það eru: Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland, Pólland, Skotland, Suður-Afríka, Ástralía, Lettland, Úkraína, Marokkó, Kína, Tyrkland og Bandaríkin.

http://youtu.be/my6oqfxJstQ

Fleiri fréttir