Fleiri gestir en minni velta í Selasetrinu á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.01.2018
kl. 12.01
Selasetrið á Hvammstanga greinir frá því á heimasíðu sinni að gestir ársins 2017 í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra í Selasetrinu hafi verið 42.481 sem er 8% fjölgun frá árinu 2016. Er sú aukning mjög lítil miðað við árin á undan en heimsóknum fjölgaði um 44% milli áranna 2015 og 2016 og um 35% milli áranna þar á undan.
Gestir safnsins sjálfs voru 13.417 og er það 12% fjölgun milli ára og er því fagnað. Þrátt fyrir fleiri gesti benda bráðabirgðatölur til þess að að talsverður samdráttur hafi orðið í veltu sem skýrist væntanlega af því að ferðamenn hafi haldið fastar um budduna og ekki leyft sér eins mikið og áður þegar kemur að minjagripakaupum og afþreyingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.