Flutningabíll útaf

Vegfarandi um Norðurárdal í Skagafirði sendi Feyki meðfylgjandi mynd af flutningabíl sem einhverra hluta vegna hafði endað utanvegar í gær. Lögreglan á Sauðárkróki hafði ekki fregnað af atvikinu þegar Feykir leitaði eftir því og Eimskip hafði ekki fyrir því að svara pósti blaðsins um sama efni.

Gerum við því ráð fyrir að allt hafi gengið vel að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir