FNV er hástökkvari ársins sem fyrirmyndarstofnun

Séð yfir skólasvæði FNV. Næst er heimavistin þar fyrir ofan er bóknámshúsið og hátæknimenntasetrið rauð bygging og hvít til vistri. Mynd: PF
Séð yfir skólasvæði FNV. Næst er heimavistin þar fyrir ofan er bóknámshúsið og hátæknimenntasetrið rauð bygging og hvít til vistri. Mynd: PF

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra komst í hóp fimm Fyrirmyndarstofnana árið 2018 í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Þá fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari í sínum flokki. Viðurkenninguna fær skólinn á grundvelli árlegrar könnuna á vegum SFR, sem er stéttarfélag í almannaþjónustu og er félagssvæði þess allt landið.

Á heimasíðu SFR segir að valið á Stofnun ársins hafi verið kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í gærkvöldi en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Könnun er unnin í góðu samstarfi milli SFR, St.Rv., fjármála- og efnahagsráðuneytisins og VR. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Þær stofnanir sem hlutu titilinn Stofnun ársins urðu Persónuvernd, Ríkisskattstjóri og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum en Fyrirmyndarstofnanir í flokki stærri stofnana eru: Reykjalundur, Vínbúðin ÁTVR, Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Sjá nánar HÉR

Hér fyrir neðan má svo sjá kynningarmyndband fyrir FNV sem sýnt hefur verið m.a. í Sambíóum og á Stöð2 sport samhliða úrslitakeppni Tindastóls og KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir