Formleg tónlistarkennsla í 50 ár

Í dag kl. 17:00 munu nemendur og kennarar Tónlistarskóla Skagafjarðar halda sérstaka hátíðartónleika í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að formleg tónlistarkennsla hófst í Skagafirði. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, flutta af nemendum á öllum aldri og kennurum þeirra.

Tónleikarnir verða í Miðgarði og hefjast þeir kl. 17:00. Veitingar verða í boði eftir tónleikana og í fréttatilkynningu eru allir boðnir velkomnir.

Fleiri fréttir