Frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Mynd af Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Mynd af Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglunnar á Norðurlandi vestra um erlendan ferðamann sem hefur ýmist gengið inn í hús eða bankað á dyr hjá fólki hérna i umdæminu en þessi ferðamaður mun vera spyrja hvar sé að finna gistingu.

Ekki er vitað hvort maður sé á ferðinni í saknæmum tilgangi eða sé hreinlega að leita sér að gistingu en lögreglu hefur ekki tekist að hafa upp á þessum erlenda ferðamanni og ekki er vitað hvernig viðkomandi ferðast á milli staða. Sagt er frá þessu á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, segir í samtali við fréttastofu RÚV að maðurinn hafi komið við á nokkrum stöðum í Skagafirði, bæði á Hofsósi og á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. „Hann hefur ekkert gert af sér svo við best vitum, en framkoma hans er mjög einkennileg,“ segir Stefán Vagn.

Lögregla vill biðja fólk um hringja í 112 ef þessi ágæti ferðamaður bankar dyr eða gengur hreinlega inn í hús, en mikilvægt er að lögregla nái tali af þessum erlenda ferðamanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir