Fræðsla um jafnréttismál á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
14.02.2018
kl. 08.51
Föstudaginn 16. febrúar mun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og fyrirlesari, vera með fræðslu um jafnréttiismál í Félagsheimilinu Hvammstanga. Fræðslan er að frumkvæði jafnréttisnefndar Húnaþings vestra og verður í tvennu lagi:
Klukkan 13:10 fyrir 8. - 10. bekk grunnskólans og nemendur í dreifnámi FNV á Hvammstanga.
Klukkan 16:30 er foreldrum barna á öllum aldri boðið að koma. Einnig er starfsfólk sem vinnur að málefnum barna og unglinga hvatt til að mæta.
Fyrirlesturinn er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fyrirlesturinn er þátttakendum að kostnaðarlausu.