Framsókn með flest atkvæði lesenda Feykis
Feykir stóð fyrir óvísindalegri netkönnun á Feyki.is hvernig atkvæði lesenda myndi raðast í komandi kosningum. Í morgun var lokað fyrir þátttöku og hafði þá Framsóknarflokkurinn mest fylgi eða 29% og Píratar komu næstir með 20% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17% atkvæða og á hæla hans kom Miðflokkurinn með 15%.
Spurt var: Hvaða flokkur fær atkvæði þitt í komandi alþingiskosningum? Könnunin stóð yfir í viku og alls svöruðu 1060 manns. Svarmöguleikarnir náðu einungis yfir framboðin níu sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi og ekki var gefinn kostur á að svara því til að viðkomandi skili auðu eða ætli ekki að kjósa.
Niðurstaðan varð þessi
Framsóknarflokkurinn : 29%
Píratar : 20%
Sjálfstæðisflokkurinn : 17%
Miðflokkurinn : 15%
Vinstri græn : 10%
Samfylkingin : 5%
Flokkur fólksins : 2%
Björt framtíð : 1%
Viðreisn : 1%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.