Freyja Lubina sigraði í stærðfræðikeppninni

Frá vinstri: Saulinus Salimonas Kaubrys, Húnavallaskóla, Ólafur Halldórsson, Höfðaskóla og Freyja Lubina Friðriksdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: Facebooksíða FNV
Frá vinstri: Saulinus Salimonas Kaubrys, Húnavallaskóla, Ólafur Halldórsson, Höfðaskóla og Freyja Lubina Friðriksdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: Facebooksíða FNV

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sl. föstudag. Þetta er 21. árið sem keppnin er haldin en hún er samstarfsverkefni FNV, MTR , grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni sem fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni.

Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim var einn frá Árskóla, tveir frá Varmahlíðarskóla, einn frá Grunnskólanum austan Vatna, einn frá Húnavallaskóla, tveir frá Höfðaskóla, tveir frá Blönduskóla, fjórir frá Grunnskóla Húnaþings vestra og einn frá Dalvíkurskóla.

Það var Freyja Lubina Friðriksdóttir í Grunnskóla Húnaþings vestra sem bar sigur úr býtum í keppninni, í öðru sæti varð Ólafur Halldórsson í Höfðaskóla og Saulius Saliamonas Kaubrys í Húnavallaskóla varð í þriðja sæti. 

Fjölmörg fyrirtæki styrktu keppnina og voru verðlaunin  vegleg að vanda.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir