Frostið kallar á meiri kyndingu

Veturinn hefur verið kaldur norðanlands og því gott að hafa hitaveitu til að hita híbýli sín. En mörgum notendum hitaveitu Húnaþings vestra brá í brún þegar nýjasti reikningurinn kom í heimabankann því aukin notkun kallar á meiri kostnað þá mánuði þar sem notkun er ekki áætluð á reikningum heldur lesið af í hvert sinn sem reikningar eru sendir úr.

Á heimasíðu Húnaþings vestra er íbúum sveitarfélagsins bent á að eftir að skipt var um hitaveitumæla er lesið af í hvert sinn sem reikningar eru sendir út, (ekki áætlað).

„Því er eðlilegt að hitaveitureikningar fyrir köldustu mánuði ársins séu tölvuert hærri en fyrir sumarmánuði. Eftir miklar frosthörkur síðustu vikur er eðlilegt að reikningar séu jafnvel enn hærri en annars yfir vetrarmánuði.

Mikilvægt er að fylgjast vel með ofnum og nýtingu vatnsins.  Það þarf ekki nema einn bilaðan ofn til að notkunin hækki verulega,“ segir á hunathing.is.

Notendum er bent á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Húnaþings vestra, hitaveita. https://www.hunathing.is/is/thjonusta/veitur-og-samgongur/hitaveita

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir