Fyrsta skóflustungan tekin

Á föstudag í síðustu viku voru teknar fyrstu skóflustungurnar að íbúðum fyrir fatlaða í Kleifartúni á Sauðárkróki. Um er að ræða fimm íbúðir í tveimur húsum sem væntanlega verða fullbúin til innflutnings 15.október 2009.

Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar auglýsti í sumar eftir tilboðum í að byggja íbúðirnar og í framhaldi af því var gengið til samninga við lægstbjóðenda sem reyndist vera K – Tak ehf. á Sauðárkóki. SSNV málefni fatlaðra mun taka húsin á leigu og framleigja með þjónustu sem veitt verður af félagsþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Væntanlegir leigjendur tóku fyrstu skóflustungurnar og í framhaldi af því tóku stórvirkar vinnuvélar til starfa.

Fleiri fréttir