Gengur til góðs alla leið á Hofsós

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gerðist kokhraustur og spáði því að Gylfi Sigurðsson yrði kjörinn íþróttamaður ársins 2014. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa/ganga til Hofsós næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á fésbókinni skömmu fyrir kjörið.

Á facebook síðu sem hefur verið stofnuð í tilefni þess að hann lét þessi orð falla segist Sigvaldi ætla að standa við orð sín og um leið að nota tækifærið til að ganga til góðs.

„Þar sem ég hafði rangt fyrir mér mun ég ganga þá leið sem ég nefndi og safna styrkjum sem ég mun afhenda Umhyggju sem er félag til stuðnings langveikum börnum. Langar mig til að nota tækifærið á hvetja fólk og fyrirtæki til að styrkja karlinn í þessu,“ segir hann í síðunni.

Umdæmabreytingar2jpgHér er umrædd facebook síða sem nefnist „Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós“.

Fleiri fréttir