Góður vinnufundur í Húnaveri
Mánudaginn 12. júní var haldinn fundur í Húnaveri fyrir sveitarfélög, landeigendur og ferðaþjónustuaðila þar sem Guðrún Brynjólfsdóttir sérfræðingur, Hjörleifur Finnsson verkefnisstjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri voru meðal forsögumanna. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV og skipuleggjanda fundarins var um vinnufund að ræða og hann því ekki auglýstur opinberlega, eftir að dagsetning hans var ákveðin snemma í maí.
„Ferðamálastofa og MAST höfðu falsast eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum sveitarfélaga og þótti okkur því ákjósanlegt að skella þessu saman í eina „mætingu“ til að spara mönnum sporin. Reyndar breyttist dagskrá Ferðamálastofuhlutans frá upphaflegri fyrirætlan og í stað upplýsingahluta um DMP (Áfangstaðaáætlanir) kom Ferðamálastjóri og flutti yfirlit um störf stofnunarinnar og síðan fór verkefnisstjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða yfir starfsemi sjóðsins, yfirstandandi breytingar og umsóknarferlið. Í MAST hlutanum fór héraðsdýralæknir yfir nokkur mál, sem viðkoma landbúnaði í sveitarfélögunum,“ segir Davíð.
Fundina sóttu liðlega tuttugu manns frá öllu svæðinu, starfsmenn sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar og þótti hann heppnast í alla staði vel.