Gunnar Bragi þingflokksformaður Miðflokksins

Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins á fyrsta þingflokksfundi flokksins í morgunn. Gunnar var einnig kjörinn sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis aðfararnótt sunnudags þegar fram fóru þingkosningar og Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn.

Tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um Gunnar sem þingflokksformann var samþykkt samhljóða.

Þetta er ekki nýtt verkefni fyrir Gunnar Braga að vera þingflokksformaður en hann gegndi því embætti á árunum 2009-2013 fyrir Framsóknarflokkinn.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir