Hækkun til sauðfjárbænda

Sauðkind. MYND: ÓAB
Sauðkind. MYND: ÓAB

Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að greiða 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust, á hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn hjá afurðastöð KS.

Í tilkynningu frá Kjötfurðastöð KS segir að greitt verði fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk. Er þetta meðal annars gert á grundvelli heldur betri rekstrarhorfa en lagt var upp með í sumar auk hagstæðara gengi erlendra gjaldmiðla en á síðustu verðtíð.

Heildarútflutningur dilkakjöts á síðasta verðlagsári var 2.693 tonn alls. Af því flutti KS út 1.018 tonn og Hvammstangi 620 tonn. Þessi tvö sláturhús voru því með yfir 60% heildarútflutnings dilkakjöts.

Fleiri fréttir