Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra
Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á mánudaginn kemur, þann 13. nóvember, og hefst dagskráin klukkan 13. Á vef SSNV segir að á Haustdeginum megi fá svör við spurningum eins og: „Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ?“ og mörgum fleiri sem brenna á ferðaþjónustuaðilum.
Það eru samráðsvettvangur SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði sem standa að Haustdeginum.
Dagskráin er svohljóðandi:
- Opnun – Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd
- Þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á Asíumarkaði. - Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslenska-kínverska viðskiptaráðsins
- Tryggingar í ferðaþjónustu. - Smári Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Tryggja ehf. tryggingamiðlun.
- Hvaða þátt á Expedia í fjölgun bandarískra ferðamanna á landsbyggðinni? - Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, svæðisstjóri Expedia í Vestnorden löndunum (IS,GL,FO).
- Hvað er í deiglunni hjá Markaðsstofunni? - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Við lok hvers erindis verða leyfðar spurningar úr sal.
- Kaffihlé
- „Opinn hljóðnemi“ - Hvað liggur fólki í ferðaþjónustunni á Norðurlandi vestra á hjarta? Uppbyggilegar hugmyndir, athugasemdir, spurningar og reynslusögur uns hljóðneminn verður glóandi….
Að lokinni dagskrá gefst gestum tækifæri á að nýta ferðina og heimsækja og skoða nýja Vörusmiðju Biopol og glænýtt gistiheimili í Salthúsinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.