Helgihald um verslunarmannahelgina

Á morgun, sunnudaginn 4. ágúst, verður messað í Hóladómkirkju kl 11:00. Sr Sólveig Lára Guðmundsdóttir messar og Kristín Árnadóttir djákni þjónar fyrir altari. Sr Gylfi Jónsson spilar undir söng. Engir tónleikar verða þennan dag. Í Ábæjarkirkju í Austurdal verður árleg sumarmessa kl 14:00 á sunnudag.

Ræðumaður dagsins er Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur. Organisti er Daníel Þorsteinsson.

Fleiri fréttir