Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Sr. Magnús Magnússon fulltrúi kirkjunnar, Skúli Einarsson, Ólöf Ólafsdóttir, Sveinbjörg Pétursdóttir varafulltrúi RKÍ og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir fulltrúi fjölskyldusviðs Húnaþings vestra. Aðsend mynd.
Sr. Magnús Magnússon fulltrúi kirkjunnar, Skúli Einarsson, Ólöf Ólafsdóttir, Sveinbjörg Pétursdóttir varafulltrúi RKÍ og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir fulltrúi fjölskyldusviðs Húnaþings vestra. Aðsend mynd.

Miðvikudaginn 6. desember sl. komu Tannstaðabakkahjónin Ólöf Ólafsdóttir og Skúli Einarsson færandi hendi til stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra og færðu sjóðnum samtals kr. 370 þús. að gjöf. Var þetta annars vegar afrakstur sölu á bútasaumsteppum sem Ólöf hafði saumað og selt síðan vítt og breitt frá miðju sumri og nú síðast á jólamarkaðnum á Hvammstanga.

Hins vegar var um að ræða hluta aksturskostnaðar sem Skúli hafði fengið endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tíðra Reykjavíkurferða á haustdögum í tengslum við geislameðferð.

Stjórn sjóðsins þakkaði hjónunum á Tannstaðabakka fyrir höfðinglega gjöf og þann fallega hug sem að baki lægi og loks stilltu stjórnin og hjónin sér upp fyrir ljósmyndara eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir