Hreinsunardagar í Húnaþingi vestra
Þessa dagana standa yfir hreinsunardagar í Húnaþingi vestra og verða starfsmenn sveitarfélagsins á ferðinni dagana 13.-15. júní, frá miðvikudegi til föstudags, og hirða upp garðaúrgang sem íbúar setja út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka. Þess er óskað að garðaúrgangurinn verði í pokum og trjágreinar settar saman úti við lóðamörk.
Á heimasíðu sveitarfélagsins er einnig vakin athygli á því að olíutankur sem stóð á hafnarsvæðinu hefur verið fjarlægður. Frágangur stendur yfir og í framhaldi af honum verður hreinsað til á öllu svæðinu. Þeim sem ekki hafa leyfi fyrir aðstöðu á tækjum og tólum á hafnarsvæðinu er bent á að hafa samband við rekstrarstjóra í síma 771-4950. Nýtt afgirt geymslusvæði hefur verið opnað á Syðri-Kárastöðum þar sem íbúum og fyrirtækjum stendur til boða að fá leigða reiti til geymslu fyrir tæki og tól. Þeim sem geymt hafa muni sína á hafnarsvæðinu og vilja áframhaldandi geymslu býðst að færa sín tæki á úthlutaðan reit á nýja svæðinu Starfsmenn áhaldahúss geta aðstoðað við flutning innan svæðis og verður einnig mögulegt að losa sig við hluti á staðnum í gám til förgunar. Því sem eftir verður af tækjum og tólum verður fargað.
Leiguverð verður samkv. gildandi gjaldskrá 2018:
Mánaðargjald fyrir utan vsk.
A. 25 m2 reitur kr. 2.660.-
B. 50 m2 reitur kr. 3.550.-
C. 100 m2 reitur kr. 7.100.-