Húnaþing vestra; nýtt lag og ljóð Einars Georgs Einarssonar vekur athygli
Vortónleikar Kórs eldri borgara í Húnaþingi vestra voru í Hvammstangakirkju þann 1. maí. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir. Kórinn flutti blandaða dagskrá kórlaga úr ýmsum áttum og má segja að dagskráin hafi verið létt og vorleg. Mesta athygli vakti frumflutningur á lagi og ljóði Einars Georgs Einarssonar er nefnist Húnaþing vestra, fagur óður til sveitarfélagsins.
Einnig komu fram á tónleikunum fimm söngnemar úr Tónlistarskóla Húnaþings vestra og sungu einsöng þau: Hallfríður Ólafsdóttir, Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Ingi Hjörtur Bjarnason, Friðrik Már Sigurðsson og Elvar Logi Friðriksson auk kennara þeirra Ólafs Rúnarsson stjórnanda kórsins. Kirkjan var fullsetin og virtust gestir skemmta sér hið besta og gæddu sér síðan á glæsilegum kaffiveitingum í safnaðarheimilinu að loknum tónleikunum. Kórinn nýtur stuðnings frá Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
/ Guðmundur Haukur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.