Hvar er hægt að greiða utankjörfundaratkvæði og kynna sér kjörskrá?

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. er nú hafin fyrir nokkru og hægt er að greiða atkvæði á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað. 

Á vefsíðunni sýslumenn.is má sjá að á Norðurlandi vestra er hægt að greiða athvæði sem hér segir:

Blönduósi - skrifstofu sýslumanns, Hnjúkabyggð 33, virka daga kl. 09:00-15:00
Sauðárkróki - skrifstofu sýslumanns, Suðurgötu 1, virka daga kl. 09:00-15:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir í samráði við viðkomandi hreppsstjóra:

Hvammstanga, hjá Helenu Halldórsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s. 893-9328
Skrifstofu sveitarfélagsins Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga
Sveitarfélaginu Skagaströnd, hjá Lárusi Ægi Guðmundssyni, skipuðum hreppsstjóra, s. 864-7444,
Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd og Hólabraut 24, 545 Skagaströnd
Sveitarfélaginu Skagafirði, hjá Ásdísi Garðsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s. 848-8328
Kirkjugötu 19, 565 Hofsósi

Fimmtudagana 17. og 24. maí nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki.

Á kjördag verða aðalskrifstofan á Blönduósi og sýsluskrifstofan á Sauðárkróki opnar frá kl. 16:00 - 18:00.
 

Kjósendur sem vilja nýta sér þessa þjónustu skulu framvísa gildum skilríkjum við atkvæðagreiðsluna. Þeim kjósendum sem ekki geta sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema þeim sem eiga kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 22. maí nk. að því er segir á sýslumenn.is.

Kjörskrár sveitarfélaganna liggja nú fyrir á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra. Miðast þær við þá sem áttu lögheimilli í viðkomandi sveitarfélagi skv. íbúaskrá þjóðskrá þann 5. maí sl.

Einnig geta kjósendur aflað sér upplýsinga um hvar þeir eru á kjörskrá og hvaða kjördeildum þeir tilheyra hjá Þjóðskrá Íslands á slóðinni https://skra.is/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir