Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024?

Það var Rögnvaldur Valbergsson sem hlaut Samfélagsviðurkenningu Skagafjarðar á síðasta ári og hér er hann ásamt konu sinni, Hrönn Gunnarsdottur. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS
Það var Rögnvaldur Valbergsson sem hlaut Samfélagsviðurkenningu Skagafjarðar á síðasta ári og hér er hann ásamt konu sinni, Hrönn Gunnarsdottur. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga en við setningu hennar hafa síðustu átta árin verið veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Svo verður einnig í ár em nú verða þau veitt í níunda sinn. Setning Sæluviku fer fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl nk. en nú vantar aðeins að íbúar sendi inn tilnefningar.

Í tilkynningu á vef Skagafjarðar segir: „Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.“

Hægt er að senda inn tilnefningar með því að fylla út rafrænt skjal en einnig er í boði að senda tilnefningar á netfangið heba@skagafjordur.is eða skila skriflega í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 17-21.

Frestur til þess að senda inn tilnefningar er til og með 19. apríl nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir