Hviður yfir 30 m/s

Skjáskot af EarthWindMap
Skjáskot af EarthWindMap

Bálhvasst er víða á landinu þessa stundina og ekkert ferðaveður á Norðurlandi vestra frekar en annars staðar. Vindhraði slagar hátt í 30 metra á sekúndu á nokkrum stöðum og hviður hafa kitlað 40 metrana og jafnvel yfir.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá að vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður. Um klukkan 11:20 í morgun mældust 42 m/s á sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Miðsitju í Blönduhlíð og 39,2 m/s við Blönduós svo það er ástæða til að fara varlega.

Klukkan 9 í morgun mældist vindhraði við Reyki í Hrútafirði 32,6 m/s. Búist er við að veðrinu sloti og styttir upp síðdegis.

Hægt er að fylgjast með ferli lægðarinnar á gagnvirku korti HÉR

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir