Ingimar er nýr sviðsstjóri hjá Húnaþingi vestra

Ingimar Ingimarsson er nýr sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. MYND AF HUNATHING.IS
Ingimar Ingimarsson er nýr sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. MYND AF HUNATHING.IS

Ingimar Ingimarsson hefur tekið við af Þorgils Magnússyni sem sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Ingimar er skrúðgarðyrkjufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og með BA í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst.

Á vef Húnaþings vestra segir að Ingimar sé ættaður úr vestanverðum Hrútafirði og liðtækir organisti. Þá hafi hann komið víða við í gegnum árin og þekkir vel til verkefna sveitarfélaga.

Ingimar hefur m.a. starfað sem kennari, garðyrkjuverktaki og umhverfis- og garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar. Þá hefur hann einnig stýrt hóteli og setið í fjölda nefnda á vegum sveitarfélaga s.s. framkvæmdarráði, þjónustu og þróunarráði, nefndar um staðardagskrá 21 hjá Hafnarfjarðarbæ og skipulags-, hafnar- og byggingarnefnd Reykhólahrepps o.fl. Ingimar hefur undanfarin ár starfað sem sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Þingeyjarsveitar.

Fleiri fréttir